Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, spænski og enski boltinn á­samt nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson stýrir Dominos Körfuboltakvöldi.
Kjartan Atli Kjartansson stýrir Dominos Körfuboltakvöldi. Vísir

Nóg um að vera að venju á Stöð 2 sport og hliðarrásum. 

Nóg um að vera að venju á Stöð 2 sport og hliðarrásum. Körfuboltakvöld með Kjartani Atla er á sínum stað. Þá sýnum við bæði enska og spænska boltann sem og nóg af golfi.

Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Stöð 2 Sport verða á sínum stað í Dominos Körfuboltakvöldi klukkan 20.00. Farið verður yfir landsleik Íslands í gær ásamt mörgu öðru líkt og venjulega en það er alltaf nóg að ræða þó deildin hér heima sé ekki enn farin af stað á nýjan leik.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum leik Brentford og Queens Park Rangers í ensku B-deildinni klukkan 19.40. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur en Brentford tapaði í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.50 er leikur Real Valladolid og Levante í spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Alfred Dunhill Championship-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 13.00 er svo Andalucia Costa del Sol Open-mótið á dagskrá en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Hér má sjá dagskrá dagsins í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×