Innlent

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Kristján Már Unnarsson skrifar
Nýi vegarkaflinn í dag. Þetta er aðalleiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Nýi vegarkaflinn í dag. Þetta er aðalleiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Egill Aðalsteinsson

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Gatnamót Reykjanesbrautar og Kaldárselsvegar.Egill Aðalsteinsson

Þetta liðlega tveggja milljarða króna verkefni, sem Ístak sá um, er stærsta umferðarmannvirki sem byggt hefur verið á Reykjavíkursvæðinu um árabil. Framkvæmdir hófust í maí 2019, fyrir átján mánuðum, umferð var hleypt á í fyrsta sinn í dag og er núna unnið að lokafrágangi.

Ný göngubrú yfir Reykjanesbraut er við Ásland.Egill Aðalsteinsson

Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna.

Göngubrú við Þorlákstún og Tjarnarvelli liggur milli Hvaleyrarskóla og íþróttasvæðis Hauka og Ásvallalaugar.Egill Aðalsteinsson

Þá markar framkvæmdin þau þáttaskil að kafli hennar, göngin undir Reykjanesbraut við Strandgötu, verður hluti Borgarlínunnar í framtíðinni og þannig fyrsti áfangi hennar sem klárast.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Breikkun Reykja­nes­brautar fer um svæði á náttúru­minja­skrá

Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður.

Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar

Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×