Sport

Dagskráin í dag - Risaslagur í Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Börsungar þurfa þrjú stig í kvöld
Börsungar þurfa þrjú stig í kvöld

Það vantar ekki úrvals íþróttaefni á skjám landsmanna þessa helgina og verður af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 sem endranær.

Golfáhugafólk getur fylgst með þremur golfmótum í dag en sýnt verður frá Joburg Open og RSM Classic á Stöð 2 Golf auk þess sem LPGA mótaröðin verður í beinni á Stöð 2 Sport 3.

Það er flottur dagur í spænska fótboltanum þar sem meistaranna í Real Madrid bíður erfitt verkefni á útivelli gegn Villarreal. 

Stærsti leikur dagsins er þó klárlega klukkan 20:00 þegar Atletico Madrid fær Barcelona í heimsókn og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Smelltu hér til að skoða dagskrána í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.