Tónlist

Lík­lega eini mix­diskurinn sem hefur farið á toppinn á Ís­landi

Tinni Sveinsson skrifar
Útgáfa PartyZone 95 var eitt það heitasta sem gerðist í Reykjavík um þær mundir. Það sást greinilega á djammsíðunni Hringiðunni, sem birtist í DV fyrir nákvæmlega 25 árum, 20. nóvember 1995.
Útgáfa PartyZone 95 var eitt það heitasta sem gerðist í Reykjavík um þær mundir. Það sást greinilega á djammsíðunni Hringiðunni, sem birtist í DV fyrir nákvæmlega 25 árum, 20. nóvember 1995.

PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag á Vísi og Mixcloud. Að þessu sinni er 25 ára afmæli goðsagnakennds geisladisks fagnað, Party Zone 95.

„Hinn sögufrægi mixdiskur Party Zone 95 er 25 ára um þessar mundir en hann kom út 20. nóvember 1995 og var mixaður af Margeiri og Árna E.,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn stjórnenda PartyZone.

Klippa: Party Zone 95 diskurinn 25 ára

Skífumenn vildu hafa bónuslagið

„Party Zone er líklega eini mixdiskurinn (ásamt PZ´94) sem hefur farið á toppinn á Íslandi yfir söluhæstu plöturnar. Í tilefni af afmælinu ákváðum við að skella honum á öldur netvakans með einu bónuslagi í lokin. Það fékkst leyfi á sínum tíma til að nota lagið á diskinn en ákveðið var að sleppa því þar sem plötusnúðunum fannst það orðið of þreytt. Skífumönnum, sem gáfu diskinn út, til lítillar ánægju því það var orðið mjög vinsælt á þeim tíma,“ rifjar Helgi upp.

„PartyZone-Podcast þáttur vikunnar er sem sagt PartyZone´95, í fínum gæðum, plús þetta bónuslag. Og það sem er svolítið magnað er að lagið sem plötusnúðarnir slepptu á sínum tíma er ofurslagarinn Higher state of Consciousness með Josh Wink.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×