„Þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Már Gunnarsson vill að breytingar verði gerðar á mótafyrirkomulagi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. stöð 2 Sundkappinn Már Gunnarsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins á Stöð 2. Már er blindur og keppir á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðning ÍF en segir að eitt og annað megi laga hjá sambandinu. „Íþróttasamband fatlaðra er stofnun sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa. Þau gera íþróttir fatlaðra mögulegar á Íslandi en síðan spyr maður sig af hverju heitir þetta Íþróttasamband fatlaðra? Er ekki einhver stimpill í því? Ég væri til í að sjá því breytt. Það eru ákveðin atriði sem mér finnst þurfa að laga og ákveðin atriði sem mér finnst gamaldags,“ sagði Már. Hann nefnir að í sundi séu fjórtán fötlunarflokkar og á Íslandsmótum séu oft mjög fáir að keppa í hverjum flokki, stundum ekki nema einn. „Ég er stundum að keppa við sjálfan mig og ég þoli ekki að þegar það er verið að veita verðlaun fyrir 1. sæti þegar það eru kannski bara einn eða tveir að keppa,“ sagði Már. „Í Evrópu, þegar það eru ekki nógu margir til að fylla upp í riðlanna er bara stigagjöf og sá sem kemst næst heimsmetinu í sínum flokki hann vinnur. Það er eitthvað sem ætti að gera hér. Þegar verið er að lesa upp verðlaunahafa og ég er kannski bara einn á pallinum mér finnst það ekki gott og mjög hallærislegt. Ég þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki. Verðlaunapeningur á ekki að vera alltof sjálfsagður.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lífið utan leiksins - Már Gunnarsson Sund Lífið utan leiksins Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira
Sundkappinn Már Gunnarsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins á Stöð 2. Már er blindur og keppir á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðning ÍF en segir að eitt og annað megi laga hjá sambandinu. „Íþróttasamband fatlaðra er stofnun sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa. Þau gera íþróttir fatlaðra mögulegar á Íslandi en síðan spyr maður sig af hverju heitir þetta Íþróttasamband fatlaðra? Er ekki einhver stimpill í því? Ég væri til í að sjá því breytt. Það eru ákveðin atriði sem mér finnst þurfa að laga og ákveðin atriði sem mér finnst gamaldags,“ sagði Már. Hann nefnir að í sundi séu fjórtán fötlunarflokkar og á Íslandsmótum séu oft mjög fáir að keppa í hverjum flokki, stundum ekki nema einn. „Ég er stundum að keppa við sjálfan mig og ég þoli ekki að þegar það er verið að veita verðlaun fyrir 1. sæti þegar það eru kannski bara einn eða tveir að keppa,“ sagði Már. „Í Evrópu, þegar það eru ekki nógu margir til að fylla upp í riðlanna er bara stigagjöf og sá sem kemst næst heimsmetinu í sínum flokki hann vinnur. Það er eitthvað sem ætti að gera hér. Þegar verið er að lesa upp verðlaunahafa og ég er kannski bara einn á pallinum mér finnst það ekki gott og mjög hallærislegt. Ég þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki. Verðlaunapeningur á ekki að vera alltof sjálfsagður.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lífið utan leiksins - Már Gunnarsson
Sund Lífið utan leiksins Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira