Lífið

Inn­lit í verslunar­mið­stöð í Dúbaí sem kostaði 2800 milljarða að byggja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sædýragarður sem er í risastóru fiskabúri eins og sjá má þarna. 
Sædýragarður sem er í risastóru fiskabúri eins og sjá má þarna. 

Í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er verslunarmiðstöð The Dubai mall er næststærsta verslunarmiðstöð heims. 

Það tók fjögur ár að reisa bygginguna og kostaði hún 20 milljarða dollara eða því sem samsvarar 2800 milljarða íslenskra króna.

Í verslunarmiðstöðinni má finna verslanir hjá öllum helstu tískurisum heims.

Þar er einnig einskonar þorp þar sem manni á að líða eins og þú sért að ganga niður venjulega götu og í raun utandyra. Hægt er að fara í Go-kart, á skauta, í sædýragarð sem er neðansjávar í risavöxnu búri og svo margt fleira.

Á YouTube-síðunni The Richest er má sjá innlit í miðstöðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.