Lífið

Háspenna í Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó og Dagný kepptu gegn Hjálmari Erni og Jóa Ásbjörns.
Ingó og Dagný kepptu gegn Hjálmari Erni og Jóa Ásbjörns.

8-liða úrslit spurningaþáttarins Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið með stórskemmtilegri viðureign Selfoss og Fylkis.

Selfoss-liðið skipa Ingó Veðurguð og Dagný Brynjarsdóttir en fyrir hönd Árbæinga keppa Hjálmar Örn og Jói Ásbjörns. Liðin voru í fantaformi og skiptust á að leiða allan tímann.

Lokaliður keppninnar kallast þrjú hint, en þar eru bornar eru upp tvær þriggja stiga vísbendingaspurningar. Jafnræði var á með liðunum þegar þá var komið við sögu og var spennan mikil en í þeirri spurningu var spurt um dýr.

Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn ættu ekki að lesa lengra.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við

.

.

.

.

.

.

.

Fylkismenn voru þarna yfir 28-25 þegar Björn Bragi bar upp síðustu spurninguna og því þurfti Selfoss að svara rétt til að knýja fram bráðabana. Fylkismenn gerðu heldur betur vel og var þá Jóhannes Ásbjörnsson í lykilhlutverki.

Klippa: 8-liða úrslitin í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×