Tónlist

Nýja lagið með GusGus og Vök beint á toppinn

Tinni Sveinsson skrifar
Margrét í Vök og GusGus leiða hesta sína saman í laginu Higher og á væntanlegri plötu.
Margrét í Vök og GusGus leiða hesta sína saman í laginu Higher og á væntanlegri plötu. Viðar Logi

PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag á Vísi og Mixcloud. Þar var kynntur til leiks topplisti fyrir október og nóvember.

Venjulega gefur PartyZone út þrjátíu laga topplista fyrir hvern mánuð. Nú var október- og nóvemberlistunum splæst saman og listinn stækkaður í fjörutíu lög.

Klippa: Party Zone listinn október og nóvember

„Glænýtt og exclusive extended remix af nýja GusGus laginu fór beint á toppinn. Svokallað Nasty Dub White Label mix,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn stjórnenda þáttarins.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Fyrir neðan má síðan sjá myndbandið við umrætt lag með GusGus og Vök, Higher, en það var unnið af Arni & Kinski sem störfuðu með GusGus á upphafsárum sveitarinnar.

Klippa: GusGus - Higher ft. Vök

Áhugasömum er síðan bent á það að hægt er að spila lögin af topplistum PartyZone á Spotify en lagalisti þeirra þar er uppfærður um leið og nýr topplisti er kynntur.

Á myndinni hér fyrir neðan má síðan lesa hvaða listamenn og lög komust á listann þessu sinni.

PartyZone listinn október nóvember 2020.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.