Sport

Anton Sveinn heldur á­fram að slá Ís­lands­- og Norðurlandamet í Búda­pest

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton Sveinn er í frábæru formi þessa dagana.
Anton Sveinn er í frábæru formi þessa dagana. Vísir/Getty

Anton Sveinn McKee setti í dag Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi er hann keppti í Búdapest í Ungverjalandi. Átti hann metið fyrir.

Anton Sveinn hefur farið mikinn á ÍSL-mótaröðinni sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Bætti hann til að mynda eigið Íslands- og Norðurlandamet í 100 metra bringusundi á dögunum. 

Þá setti hann einnig Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi.

Það entist ekki lengi en Anton Sveinn sló eigin met aftur í dag. Synti hann á 2:01,65 í dag sem er átta úr hundraðshlutum hraðar en þegar hann sló metið í vikunni.

Það er ljóst að Anton er í hörkuformi og verður spennandi að fylgjast með þessum 26 ára gamla kappa næstu misseri er fleiri Íslandsmet gætu legið í valnum.


Tengdar fréttir

„Þetta er það sem mig dreymdi um“

„Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina.

Íslandsmet féll í Búdapest

Anton Sveinn McKee bætti Íslands- og Norðurlandamet þegar hann stakk sér til sunds í Ungverjalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×