Lífið

Nýtt jólalag frá Björgvini Halldórssyni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin Halldórsson hefur í raun eignað sér jólahátíðina síðustu ár. 
Björgvin Halldórsson hefur í raun eignað sér jólahátíðina síðustu ár. 

Björgvin Halldórsson hefur gefið út glænýtt jólalag sem heitir Ljós þín loga.

Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Textinn fjallar um að þrátt fyrir ástandið sem við öll erum að ganga í gegnum þá munu ljósin loga í hjörtum okkar þar til þessu lýkur.

Lagið er eitt þriggja nýrra laga sem verða á safnplötunni Ég kem með jólin til þín, sem kemur út 20. nóvember á geisladiski og 15. desember á tvöföldum lituðum vínyl. Hin nýju lögin eru Koma jól sem Björgvin syngur með Margréti Eir og Alltaf á jólunum.

Einnig er þar að finna jólalagið Þegar þú blikkar sem Herra Hnetusmjör og Björgvin gerðu saman fyrir síðustu jól og Aleinn um jólin sem Björgvin og Stefán Karl sungu saman á Jólagestum.

Björgvin Halldórsson hefur staðið fyrir jólatónleikum fyrir hver jól síðastliðin ár en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar varð hann að aflýsa tónleikunum í ár.

Hér að neðan má hlusta á nýja lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×