Innlent

Hrekkjavaka verði haldin heima í ár

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá hrekkjavöku sem haldið var upp á við Djúpavogsskóla í fyrra þar sem þessar vinkonur tóku þátt í gleðinni.
Frá hrekkjavöku sem haldið var upp á við Djúpavogsskóla í fyrra þar sem þessar vinkonur tóku þátt í gleðinni. Vísir/Egill

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur landsmenn sem hyggjast halda upp á hrekkjavöku að gera það einungis heima fyrir og það í fárra manna hópi. Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár.

Í ljósi kórónuveirufaraldursins ráðleggja almannavarnir öllum þeim sem hyggjast fagna hrekkjavöku að gera það einungis heima, öryggisins vegna, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu almannavarna í dag.

„Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetja almannavarnir foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna,“ segir meðal annars í færslunni.

Þá eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að kynna sér hugmyndir sem samtök Heimilis og skóla tóku saman um hvernig fagna megi hrekkjavöku með öruggum hætti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.