Tónlist

Nýtt myndband Harry Styles fer á flug

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Styles er gríðarlega vinsæll tónlistarmaður um heim allan. 
Harry Styles er gríðarlega vinsæll tónlistarmaður um heim allan. 

Tónlistarmaðurinn Harry Styles gaf út nýtt myndband við lagið Golden fyrir tveimur dögum og hefur það heldur betur slegið í gegn síðan þá.

Á tveimur dögum hefur verið horft á myndbandið vel yfir tuttugu milljón sinnum.

Harry Styles vakti fyrst athygli með strákasveitinni One Direction en solóferill hans hefur farið virkilega vel af stað.

Til að mynda er lagið hans Sign of Times með 675 milljónir áhorfa á YouTube þegar þessi grein er skrifuð.

Styles gaf á dögunum út nýja plötu sem ber heitið Fine Line en hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Golden.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.