Sport

Katrín Tanja búin að vinna alla verð­launa­peningana eins og Anníe Mist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja var einnig valin keppnismaður heimsleikanna í ár en á ensku heita verðlaunin Spirit of the games.
Katrín Tanja var einnig valin keppnismaður heimsleikanna í ár en á ensku heita verðlaunin Spirit of the games. Skjámynd/Youtube

Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér í gær silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit en það voru einu verðlaunin sem hún hafi ekki unnið á heimsleikunum til þessa.

Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í gær í fámennan hóp með Anníe Mist Þórisdóttur en vinkonurnar eru núna þær einu sem hafa unnið alla verðlaunapeninga í boði á heimsleikunum í CrossFit.

Katrín Tanja varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016 og vann síðan bronsverðlaun á heimsleikunum árið 2018.

Anníe Mist varð tvisvar heimsmeistari (2011 og 2012) og vann einnig tvö silfurverðlaun (2010 og 2014). Hún var síðan fyrsta konan til að komast í fimmta sinn á verðlaunapall þegar hún vann bronsverðlaun á leikunum fyrir þremur árum síðan.

Anníe Mist Þórisdóttir var einnig fyrsta konan til að komast þrisvar sinnum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikum.

Eini karlmaðurinn með fullt hús af verðlaunapeningum er Ben Smith sem vann á sínum tíma fjögur verðlaun á heimsleikunum (eitt gull, eitt silfur og tvö brons).

Tia-Clair Toomey sló met Anníe Mistar yfir flest verðlaun á heimsleikunum um helgina þegar hún komst á verðlaunapallinn í sjötta sinn. Toomey er líka sú eina sem hefur orðið heimsmeistari oftar en tvisvar sinnum en hún hafði áður tekið það met af Anníe Mist og Katrínu Tönju.

Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit

  • 6 - Tia-Clair Toomey (4 gull og 2 silfur)
  • 5 - Anníe Mist Þórisdóttir (2 gull, 2 silfur og 1 brons)
  • 4 - Katrín Tanja Davíðsdóttir (2 gull, 1 silfur og 1 brons)
  • 2 - Sara Sigmundsdóttir (2 brons)
  • 2 - Tanya Wagner (1 gull og 1 silfur)
  • 2 - Kristan Clever (1 gull og 1 silfur)

    2 - Valerie Voboril (2 brons)
  • 2 - Julie Foucher (1 silfur og 1 brons)
  • Fyrst tvisvar sinnum á verðlaunapall - 2009 - Tanya Wagner
  • Fyrst þrisvar sinnum á verðlaunapall - 2012 - Anníe Mist Þórisdóttir

  • Fyrst fjórum sinnum á verðlaunapall - 2014 - Anníe Mist Þórisdóttir

  • Fyrst fimm sinnum á verðlaunapall - 2017 - Anníe Mist Þórisdóttir

  • Fyrst sex sinnum á verðlaunapall - 2020 - Tia-Clair Toomey

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×