Enn sópar Hildur að sér verðlaunum fyrir Joker Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 09:52 Hildur Guðnadóttir vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Joker í febrúar á þessu ári. Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“ Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“
Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira