Lífið

Bjössi Sax fór á kostum með laginu Sumartíminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjössi Sax er geggjaður á sitt hljóðfæri.
Bjössi Sax er geggjaður á sitt hljóðfæri.

Björn Ionut, sem er betur þekktur sem Bjössi Sax, hefur farið á kostum í þáttunum Í kvöld er gigg með Ingólfi Þórarinssyni.

Hann er stórkostlegur saxófónleikari og hefur oftar en ekki sýnt það í þáttunum.

Hann mætti í Brennsluna í morgun og reif saxann með sér. Hann lék undir með nokkrum lögum og gerði það eins og drekka vatn, þrátt fyrir að hafa ekki endilega heyrt lagið áður.

Eitt lagið vakti sérstaka athygli og var það lagið vinsæla Sumariðtíminn sem Versló hópurinn 12:00 gaf út árið 2013 og er það með 1,1 milljón áhorf á YouTube.

Hér að neðan má hlusta á lagið í heild sinni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.