Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 22:31 Djokovic er kominn í úrslit. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla. Tennis Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla.
Tennis Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira