Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2020 18:37 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mynd/stöð2 Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira