Bíó og sjónvarp

Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessir þættir voru tilnefndir í flokknum íþróttaefni ársins 2020. HM stofan á RÚV vann Edduna í þeim flokki.
Þessir þættir voru tilnefndir í flokknum íþróttaefni ársins 2020. HM stofan á RÚV vann Edduna í þeim flokki.

Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. Upphaflega var ráðgert að halda hátíðina með hefðbundnum hætti í mars en fresta þurfti vegna COVID-19 faraldursins. Tilkynnt var um verðlaunahafa í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem eru áhorfendaverðlaun og voru valin í rafrænni kosningu. 

Þá voru árleg Heiðursverðlaun Eddunnar einnig veitt og komu þau í hlut Spaugstofunnar að þessu sinni. Dominos körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport hlaut verðlaunin sjónvarpsefni ársins í almennri kosningu íslenskra sjónvarpsáhorfenda.

Hér að neðan er listi yfir sigurvegara Eddunnar 2020:

Barna- og unglingaefni ársins

Goðheimar

Framleitt af Netop Films og Profile Pictures

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Kveikur

Framleiðandi RÚV

Heimildamynd ársins

Vasulka áhrifin

Framleiðendur Sagafilm og Krumma films

Kvikmynd ársins

Agnes Joy

Framleiðandi Vintage Pictures

Leikið sjónvarpsefni ársins

Pabbahelgar

Framleiðendur Zik Zak og Cubs Productions

Menningarþáttur ársins

Kiljan

Framleiðandi RÚV

Mannlífsþáttur ársins

Svona fólk

Framleiðandi Krumma films

Skemmtiþáttur ársins

Áramótaskaup 2019

Framleitt af Republik fyrir RÚV

Íþróttaefni ársins ársins

HM stofan - HM kvenna í fótbolta

Framleiðandi RÚV

Stuttmynd ársins

Blaðberinn

Framleiðandi Hero Productions Iceland

Brellur ársins

Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðardóttir og Haukur Karlsson

fyrir Ófærð 2

Búningar ársins

Margrét Einarsdóttir

fyrir Goðheima

Gervi ársins

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir

fyrir Ófærð 2

Handrit ársins

Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir

fyrir Agnes Joy

Hljóð ársins

Gunnar Árnason

fyrir Agnes Joy

Klipping ársins

Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen

fyrir Agnes Joy

Kvikmyndataka ársins

Maria von Hausswolff

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Leikari í aðalhlutverki ársins

Ingvar E. Sigurðsson

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Leikkona í aðalhlutverki ársins

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

fyrir Agnes Joy

Leikkona í aukahlutverki ársins

Ída Mekkín Hlynsdóttir

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Leikari í aukahlutverki ársins

Björn Hlynur Haraldsson

fyrir Agnes Joy

Leikmynd ársins

Hulda Helgadóttir

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Leikstjórn ársins

Hlynur Pálmason

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Sjónvarpsmaður ársins

Helgi Seljan fyrir Kveik

Tónlist ársins

Edmund Finnis

fyrir Hvítur, hvítur dagur

Upptöku- eða útsendingarstjórn ársins

Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg

fyrir Söngvakeppnina 2019

Sjónvarpsefni ársins – Almenn kosning

Dominos körfuboltakvöld - Stöð 2 Sport

Heiðursverðlaun Eddunnar 2020

Spaugstofan
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.