Lífið

Þriðji drengurinn kominn í heiminn: „Kristbjörg er ofurkona“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Einar birtir fallegar myndir af fjölskyldunni.
Aron Einar birtir fallegar myndir af fjölskyldunni.

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eignuðust sitt þriðja barn rétt í þessu. Þetta kemur fram í færslu frá landsliðsfyrirliðanum fyrir stuttu á Instagram. 

Þar segir Aron Einar: „Kristbjörg er ofurkona og ég er svo stoltur af þér. Núna eigum við annan dreng til að eyða lífinu með. Oliver og Tristan er svo spenntir að hitta litla bróðir sinn.“

Kristbjörg og Aron Einar eru búsett í Katar þar sem drengurinn fæddist. Þau eiga fyrir þá Oliver og Tristan og er fjölskyldan nú orðin fimm manna.  

Aron Einar ætti því að ná leik Íslands og Rúmeníu sem fram fer 8.október næstkomandi á Laugardalsvelli

Bæði Aron Eingar og Kristbjörg hafa verið gestir í Einkalífinu og rætt þar föður og móðurhlutverkin eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.