Lífið samstarf

Bein útsending: Bransadagar RIFF sjónvarpsseríur og VOD-ið - ný lausn?

RIFF

Bein útsending verður hér á Vísi frá pallborðsumræðum um VOD-ið og sjónvarpseríur á Bransadögum RIFF í dag frá klukkan 17 til 18.30.

Framleiðsla á íslenskum sjónvarpsseríum hefur tekið stökk, hvernig bregst kvikmyndabransinn við og hvernig hafa áhorfsvenjur fólks breyst? Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á kvikmyndaframleiðslu? Er VOD-ið lausnin?

Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassrive, Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm fjalla um þessi mál. Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og handritshöfundur leiðir pallborðsumræðurnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.