Lífið

Úrslitaviðureignin í Falsk Off: Frikki Dór og Stefanía Svavars með „einstakan“ dúett

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóttir Frikka Dórs mætti auðvitað aftur. 
Dóttir Frikka Dórs mætti auðvitað aftur. 

Í útvarpsþætti Völu Eiríks á FM957 hófst á dögunum nýr dagskrárliður sem nefnist Falsk Off.

Þar fær hún tvo góða tónlistarmenn sem keppa í því að reyna að vera eins falskir og þeir geta.

Fyrstu keppendur voru þær Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir. Stefanía vann þá viðureign. 

Því næst mættust bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson og fór Friðrik áfram úr þeirri viðureign.

Nú var því komið að úrslitaviðureigninni og í henni mætast Frikki Dór og Stefanía Svavars. Þau sungu lagið Shallow sem Lady Gaga og Bradley Cooper gerðu ódauðlegt eftir útgáfu kvikmyndarinnar A Star Is Born. Lagið vann til að mynda Óskarinn.

Nokkuð „fallegur“ dúett sem heyra má hér að neðan.

Klippa: Falsk off - Úrslitaviðureignin: Stefanía Svavars vs. Friðrik Dór

Hver var falskari?Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.