Rúnar á bekknum er Arsenal fór á­fram

Rúnar Alex í upphituninni í kvöld.
Rúnar Alex í upphituninni í kvöld. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Arsenal í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Leicester.

Leikurinn var liður í 3. umferð enska deildarbikarsins en einhverjir vonuðust eftir því að Rúnar yrði í markinu í kvöld.

Svo var ekki og Bernd Leno stóð vaktina en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum sem var nokkuð tíðindalítill.

Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu en þá skoraði Christian Fuchs ansi klaufalegt sjálfsmark.

Eddie Nketiah bætti við öðru marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-0 og Arsenal áfram.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.