Sport

Fim­leika­reynslan kom að góðum notum hjá Katrínu sem burstaði eina greinina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna.
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna. vísir/getty

Katrín Tanja Davíðsdóttir er eins og kom fram á Vísi í fyrradag komin í fimm manna ofurúrslit á heimsleikunum í CrossFit.

Katrín Tanja byrjaði ekki vel á föstudaginn en á laugardaginn fór hún hins vegar á kostum.

Hún vann meðal annars tvær greinar og það nýtti hún sér m.a. vel reynslu sína úr fimleikunum. Sá grunnur kom sér vel fyrir hana.

Fimmta greinin var sú að keppenudrnir áttu að standa á höndum eins lengi og þeir gátu.

Katrín gerði sér lítið fyrir og stóð á höndum í tæplega þrjár mínútur, tvær mínútur og 54 sekúndur, en Kari Pearce kom næst meira en hálfri mínútu á eftir Katrínu.

Kari náði að standa í tvær mínútur og þrettán sekúndur en Tia-Clair Toomey náði einungis að standa á höndunum í rúma mínútu.

Myndband af fimleikatilþrifum Katrínar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×