Sport

Dag­skráin í dag: Ís­land mætir Lett­landi í undan­keppni EM, toppslagur í Lengju­deild karla og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á Laugardalsvelli fyrir leik gegn Lettlandi.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á Laugardalsvelli fyrir leik gegn Lettlandi. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag. Við sýnum einnig toppslag í Lengjudeild karla í fótbolta, leik í Olís deild karla í handbolta og leik í enska deildarbikarnum.

Íslenska kvennalandsliðið heldur áfram leið sinni á Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Upphitun fyrir leikinn hefst 18:15 en leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Ísland hefur leikið vel í undankeppninni en eftir helgi mæta Svíar á Laugardalsvöll og er leikur dagsins mikilvægur liður í undirbúningi fyrir þann leik.

Stöð 2 Sport 2

Toppleikur Lengjudeildar karla í fótbolta er á dagskrá klukkan 16:30 en þar mætast Keflavík og Fram. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Heimamenn í Keflavík gætu náð toppsætinu af Fram með sigri en þeir eiga einnig leik til góða.

Eftir að leiknum í Keflavík lýkur sýnum við leik Brighton & Hove Albion og Portsmouth í enska deildarbikarnum.

Stöð 2 Sport 3

Leikur Fram og Aftureldingar í Olís deild karla er á dagskrá klukkan 19:30. Gestirnir úr Mosfellsbæ unnu sinn fyrsta leik í deildinni á meðan Fram tapaði sínum.

Stöð 2 E-sport

Bein útsending frá Vodafone-deildinni í CS:OG. Leikir kvöldsins eru XY gegn Exile, KR gegn Dusty og Fylkir gegn GOAT. Útsendingin hefst klukkan 19.15.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×