Sport

Dag­skráin í dag: Ís­land mætir Lett­landi í undan­keppni EM, toppslagur í Lengju­deild karla og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á Laugardalsvelli fyrir leik gegn Lettlandi.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á Laugardalsvelli fyrir leik gegn Lettlandi. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag. Við sýnum einnig toppslag í Lengjudeild karla í fótbolta, leik í Olís deild karla í handbolta og leik í enska deildarbikarnum.

Íslenska kvennalandsliðið heldur áfram leið sinni á Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Upphitun fyrir leikinn hefst 18:15 en leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Ísland hefur leikið vel í undankeppninni en eftir helgi mæta Svíar á Laugardalsvöll og er leikur dagsins mikilvægur liður í undirbúningi fyrir þann leik.

Stöð 2 Sport 2

Toppleikur Lengjudeildar karla í fótbolta er á dagskrá klukkan 16:30 en þar mætast Keflavík og Fram. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Heimamenn í Keflavík gætu náð toppsætinu af Fram með sigri en þeir eiga einnig leik til góða.

Eftir að leiknum í Keflavík lýkur sýnum við leik Brighton & Hove Albion og Portsmouth í enska deildarbikarnum.

Stöð 2 Sport 3

Leikur Fram og Aftureldingar í Olís deild karla er á dagskrá klukkan 19:30. Gestirnir úr Mosfellsbæ unnu sinn fyrsta leik í deildinni á meðan Fram tapaði sínum.

Stöð 2 E-sport

Bein útsending frá Vodafone-deildinni í CS:OG. Leikir kvöldsins eru XY gegn Exile, KR gegn Dusty og Fylkir gegn GOAT. Útsendingin hefst klukkan 19.15.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.