Þrjátíu kíló farin hjá Fjallinu og hann er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er á ferðalagi um Evrópu en notar hvert tækifæri til að æfa hnefaleika. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira