Þrjátíu kíló farin hjá Fjallinu og hann er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er á ferðalagi um Evrópu en notar hvert tækifæri til að æfa hnefaleika. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Sjá meira