Nýju ljósi varpað á umdeilda Eurovision-ferð Hatara Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 14:30 Klemens og Matthías stóðu í ströngu í Tel Aviv vorið 2019. Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is. RIFF Eurovision Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is.
RIFF Eurovision Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira