Erlent

Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir

Samúel Karl Ólason skrifar
Í gær greindust 6.544 nýsmitaðir á milli daga og er óttast að Frakkar gætu misst tökin á ástandinu.
Í gær greindust 6.544 nýsmitaðir á milli daga og er óttast að Frakkar gætu misst tökin á ástandinu. Getty/Mehdi Taamallah

Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst.

Í gær greindust 6.544 nýsmitaðir á milli daga og er óttast að Frakkar gætu misst tökin á ástandinu. Fjöldi veikra er þó enn tiltölulega lítill og sérstaklega samanborið við ástandið eins og það var í vor.

Í heildina hafa 30.794 dáið í Frakklandi, samkvæmt frétt Reuters.

Samkvæmt frétt France24 sendi vísindaráð Frakklands frá sér yfirlýsingu þar sem segir að koma þurfi hlífðarskyldi yfir eldri borgara og aðra með undirliggjandi heilsukvilla eins og öndunarfærasjúkdóma og sykursýki.

Annars gæti álagið á heilbrigðiskerfi nokkurra héraða Frakklands orðið fyrir gífurlegu álagi.

Í yfirlýsingunni segir einnig að mögulega þurfi að herða reglur um einangrun og sóttkví. Ráðið leggur það þó ekki til formlega. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, fór í sóttkví í gær eftir að hafa sótt Tour de France. Þar umgekkst hann forstjóra keppninnar sem greinst hefur með Covid.

Jean-Francois Delfraissy, formaður vísindaráðsins, segir að lokun bara og fjöldatakmarkanir. Hann sagði að það myndi ekki leysa vandann sem Frakkar standi frammi fyrir.


Tengdar fréttir

Sænska leiðin hafi búið til ó­næmi og hægt á út­breiðslu

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×