„Vinnuveitandinn var byrjaður að fylgjast með í síðustu keppni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 15:30 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira