„Útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 07:49 Haustið nálgast. Vísir/Vilhelm Haustið er á næsta leiti og til marks um það er von á haustlegu veðri á næstu dögum, sérstaklega á Norðurlandi. Í dag er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þar má reikna með 10-15 m/s í jöfnum vindi seinnipartinn, en hvassari vindi í hviðum og vindstrengjum, einkum undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti verður víða á bilinu 9 til 13 stig, en allt að 18 stigum á Norðausturlandi í hægari sunnanátt og björtu veðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er gul viðvörun í gildi við Breiðafjörð frá klukkan þrjú í dag fram yfir miðnætti. Von er á sunnan hvassviðri, 15-20 m/s í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður 25-30 m/s. Vinnuvikan sem framundan er hefst á á suðlægum áttum með vætu víðast hvar, en áfram hlýju veðri með lítilli úrkomu um norðaustanvert landið. „Seinni hluta vikunnar er hins vegar útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms í ákveðnum norðanáttum. Við það kólnar í veðri og stefnir í hraustlega úrkomu á Norðurlandi, sem fellur að hluta til sem slydda til fjalla,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en heldur hvassari sunnantil í fyrstu. Rigning eða skúrir, einkum á Suðausturlandi, og hiti 9 til 14 stig. Úrkomulítið norðaustanlands og hiti að 19 stigum þar. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning suðaustanlands, annars víða skúrir og hiti 10 til 15 stig. Norðan 5-10 norðvestantil á landinu, rigning með köflum og hiti 6 til 10 stig. Á miðvikudag: Gengur í norðaustan og norðan 5-13 m/s. Bjart með köflum sunnan heiða, skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en fer að rigna austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Ákveðin norðanátt með rigningu í flestum landshlutum, en slyddu til fjalla nyrðra. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag: Stíf norðlæg átt. Talsverð úrkoma í köldu veðri um norðanvert landið, en bjart með köflum og heldur mildara sunnan heiða. Á laugardag: Útlit fyrir vestlæga átt og dálitla vætu í flestum landshlutum, en þurrt og bjart að mestu um suðaustanvert landið. Hlýnar lítið eitt. Veður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Haustið er á næsta leiti og til marks um það er von á haustlegu veðri á næstu dögum, sérstaklega á Norðurlandi. Í dag er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þar má reikna með 10-15 m/s í jöfnum vindi seinnipartinn, en hvassari vindi í hviðum og vindstrengjum, einkum undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti verður víða á bilinu 9 til 13 stig, en allt að 18 stigum á Norðausturlandi í hægari sunnanátt og björtu veðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er gul viðvörun í gildi við Breiðafjörð frá klukkan þrjú í dag fram yfir miðnætti. Von er á sunnan hvassviðri, 15-20 m/s í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður 25-30 m/s. Vinnuvikan sem framundan er hefst á á suðlægum áttum með vætu víðast hvar, en áfram hlýju veðri með lítilli úrkomu um norðaustanvert landið. „Seinni hluta vikunnar er hins vegar útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms í ákveðnum norðanáttum. Við það kólnar í veðri og stefnir í hraustlega úrkomu á Norðurlandi, sem fellur að hluta til sem slydda til fjalla,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en heldur hvassari sunnantil í fyrstu. Rigning eða skúrir, einkum á Suðausturlandi, og hiti 9 til 14 stig. Úrkomulítið norðaustanlands og hiti að 19 stigum þar. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning suðaustanlands, annars víða skúrir og hiti 10 til 15 stig. Norðan 5-10 norðvestantil á landinu, rigning með köflum og hiti 6 til 10 stig. Á miðvikudag: Gengur í norðaustan og norðan 5-13 m/s. Bjart með köflum sunnan heiða, skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en fer að rigna austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Ákveðin norðanátt með rigningu í flestum landshlutum, en slyddu til fjalla nyrðra. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag: Stíf norðlæg átt. Talsverð úrkoma í köldu veðri um norðanvert landið, en bjart með köflum og heldur mildara sunnan heiða. Á laugardag: Útlit fyrir vestlæga átt og dálitla vætu í flestum landshlutum, en þurrt og bjart að mestu um suðaustanvert landið. Hlýnar lítið eitt.
Veður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira