Aldrei fleiri horft á nýtt YouTube-myndband fyrsta sólarhringinn Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 11:29 Suður-kóreska sveitin BTS. Getty Nýjasta lag K-poppsveitarinnar BTS hefur slegið met þegar kemur að fjölda áhorfa á YouTube fyrsta sólarhringinn eftir að það birt. Lag sveitarinnar, Dynamite, var birt á YouTube á föstudaginn og hefur YouTube nú staðfest að áhorfin fyrsta sólarhringinn hafi verið alls 101,1 milljónir. Sló sveitin þar með fyrra met suður-kóresku stúlknasveitarinnar Blackpink, en lagið How You Like That fékk fyrr í sumar 86,3 milljónir áhorfa fyrsta sólarhringinn. Dynamite er nær einnig þeim áfanga að verða fyrsta myndbandið sem nær yfir 100 milljónir áhorfa á einum sólarhring á YouTube. Dynamite er fyrsta smáskífa BTS sem er alfarið sungin á ensku, en sveitin vonast með laginu til að koma á framværi „jákvæðum bylgjum, orku, von, ást og hreinleika“. BBC segir frá því að lagið sé samið af David Stewart og Jessica Agombar sem nýverið sömdu What a Man Gotta Do, lag Jonas Brothers. Lagið Dynamite með BTS er nú á toppi iTunes-listanna í 104 löndum. Suður-Kórea Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýjasta lag K-poppsveitarinnar BTS hefur slegið met þegar kemur að fjölda áhorfa á YouTube fyrsta sólarhringinn eftir að það birt. Lag sveitarinnar, Dynamite, var birt á YouTube á föstudaginn og hefur YouTube nú staðfest að áhorfin fyrsta sólarhringinn hafi verið alls 101,1 milljónir. Sló sveitin þar með fyrra met suður-kóresku stúlknasveitarinnar Blackpink, en lagið How You Like That fékk fyrr í sumar 86,3 milljónir áhorfa fyrsta sólarhringinn. Dynamite er nær einnig þeim áfanga að verða fyrsta myndbandið sem nær yfir 100 milljónir áhorfa á einum sólarhring á YouTube. Dynamite er fyrsta smáskífa BTS sem er alfarið sungin á ensku, en sveitin vonast með laginu til að koma á framværi „jákvæðum bylgjum, orku, von, ást og hreinleika“. BBC segir frá því að lagið sé samið af David Stewart og Jessica Agombar sem nýverið sömdu What a Man Gotta Do, lag Jonas Brothers. Lagið Dynamite með BTS er nú á toppi iTunes-listanna í 104 löndum.
Suður-Kórea Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira