Enski boltinn

Liver­pool horfir til fram­herja Wer­der Bremen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milot Rashica í leik með Bremen þar sem hann hefur gert flotta hluti og vakið athygli Liverpool.
Milot Rashica í leik með Bremen þar sem hann hefur gert flotta hluti og vakið athygli Liverpool. vísir/getty

Liverpool er talið áhugasamt um að klófesta framherja Werder Bremen, Milot Rashica, er félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í sumar.

Kaupverðið er talið í kringum 31 milljónir punda en Milot Rashica kemur frá Kósóvó.

Þessi 23 ára gamli framherji hefur vakið áhuga Liverpool þrátt fyrir að Bremen sé að berjast við fallið í þýska boltanum. Þeir sitja á botni deildarinnar.







Þrátt fyrir vandræði Bremen hefur Rashica náð að skila fínustu tölfræði. Hann hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar það sem af er leiktíðinni og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður áhugasamur.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að Klopp hafi verið að fylgjast með Rashica að undanförnu en hann getur bæði spilað sem fremsti maður og á vængjunum.

Hann kom til Bremen frá Vitesse Arnheim í janúar 2018 og er sagt í frétt Mirror að Klopp gæti horft á hann sem arftaka Sadio Mane hverfi hann á braut í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×