Innlent

Til­kynnt um fjölda líkams­á­rása í mið­bænum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór í fjölmörg útköll í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór í fjölmörg útköll í nótt. vísir/vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var fimm sinnum kölluð út vagna líkamsárása á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Árásirnar áttu sér allar stað milli klukkan þrjú og hálf fimm í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Um klukkan 22:30 í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu að skemmtistað í Kópavogi, en þar hafði manni verið vísað frá vegna óláta. Eftir að hafa verið vísað út veittist einstaklingurinn að fólki utan við staðinn og henti munum í húsnæðið.

Þar segir ennfremur frá því lögregla hafi verið kölluð út i nótt vegna innbrota í fyrirtæki í hverfum 104 og 108 í Reykjavík og svo í Kópavogi.

Einnig þurfti lögregla á höfuðborgarsvæðinu að sinna útköllum vegna hálkuslysa, rúðubrota, ölvunar- og fíkniefnaaksturs og slagsmála í stigagangi fjölbýlishúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×