Sport

Í beinni í dag: Man City mætir á Bernabéu og Dominos deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Real Madrid hefur leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Real Madrid hefur leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vísir/Getty

Meistaradeildin á hug okkar allan, eða svona næstum, á stöð 2 Sport í dag en ásamt tveimur leikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þá sýnum við einn úr Dominos deild kvenna.

Sýnt verður beint frá leik Keflavík og Hauka sem fram fer suður með sjó í kvöld. Liðin eru jöfn í 3. og 4. sæti Dominos deildar kvenna með 26 stig. Alls fer fram heil umferð í dag en Grindavík mætir Skallagrím, Valur heimsækir Snæfell og KR fær Breiðablik í heimsókn.

Þá hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19:15 og 45 mínútum síðar hefjast leikir kvöldsins. Englandsmeistarar Manchester City mæta á Santiago Bernabéu og mæta þar heimamönnum í Real Madrid. Pep Guardiola og hans menn ætla sér eflaust stóra hluti í Meistaradeildinni í vetur þar sem engar líkur eru á því að þeir verji Englandsmeistaratitil sinn.

Í hinum leik kvöldsins mætast Lyon og Juventus. 

Í kjölfar leikjanna verður svo farið yfir það helsta í Meistaradeildarmörkunum. 

Hér má sjá allar beinu útsendingar Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Í beinni í dag
19:05 Keflavík - Haukar, Dominos deild kvenna (Stöð 2 Sport 3)
19:15 Meistaradeildin - Upphitun (Stöð 2 Sport)
20:00 Real Madrid - Manchester City (Stöð 2 Sport)
20:00 Lyon - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
22:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.