Pep og vandræði hans í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2020 07:00 Pep þungt hugsi. Vísir/Getty Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira