Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Aron Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Írlands í fótbolta, fylgist vel með gangi mála hjá íslenska landsliðinu sem og íslenska boltanum. Vísir/Samsett mynd Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka. Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira