Tónlist

Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli

Andri Eysteinsson skrifar
Frá tónleikum Stuðmanna.
Frá tónleikum Stuðmanna. Pétur Fjeldsted Einarsson

Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær.

Færri komust að en vildu á tónleikana sem heppnuðust með eindæmum vel. Áhorfendaskarinn þekkti vel til texta Stuðmanna og tóku undir með hástöfum þegar við bar.

Stuðmenn voru stofnaðir árið 1970 og voru upphaflegir meðlimir þeir Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson og Ragnar Danielsen. Fyrsta plata sveitarinnar var Sumar á Sýrlandi sem gefin var út árið 1975 en Stuðmenn hafa verið duglegir að gefa út tónlist á árunum 50.

Þá birtust þeir einnig í kvikmyndum á borð við Með allt á hreinu og Mávahlátur. Mikið stuð var í Eldborg í gærkvöldi þegar Stuðmenn stigu á svið líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þar sést sveitin flytja lag sitt „Ofboðslega frægur“.

Ákveðið hefur verið að bæta við auka afmælistónleikum í Hörpu og fara þeir fram 22. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×