Hugmyndin er að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2020 16:30 Heiða Björg mætir með sex manna sveit til landsins síðar í mánuðinum. Tónlistakona, tónskáldið og músikþerapistinn Heiða Björg Jóhannsdóttir hefur verið búsett erlendis núna í 16 ár, þar af 11 ár í París og 5 ár í Marokkó. „Ég alltaf eitthvað að bardúsast, að gera minn hlut í að gera heiminn betri, og er því að prodúsera viðburð sem ég kalla Sound of Sharing,“ segir Heiða sem mun standa fyrir slíkum viðburði í Gamla Bíó 14. febrúar næstkomandi á sjálfan Valentínusardaginn. „Ég byrjaði með festivalið Sound of Sharing í Marokkó. Hugmyndin er einfaldlega sú að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju, opna sig og gefa af sér á einhvern hátt. Hverjir tónleikar eru í raun sjálfstæðir og aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni. Það myndaðist svo yndislega falleg stemming, að ég ákvað að halda áfram með það í Frakklandi og nú á Íslandi.“ Dýrt verkefni Hún segir það mjög dýrt að koma með hópinn til landsins. „Reikningsdæmið með að koma með sex manna hljómsveit til Íslands, án þess að vera stórstjarna, gengur í raun ekki upp. Flugmiðarnir eru of dýrir og ekki jafnmikið um styrki eins og síðast þegar að við komum. Markmiðið er að vitaskuld ekki að koma út mínus, en það er eitthvað sem hvetur mig til þess að láta þetta ganga upp. Sú hvatning kemur að mörgu leiti frá því að, peningurinn sem að ég set í þetta eru launin mín er ég var ráðin í vinnu sem blaðamaður og fulltrúi Íslands fyrir kvikmyndina Woman eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Yann Arthus Bertrand sem gerði til að mynda heimildarmyndirnar Home og Human. Það var ein magnaðasta vinna sem að ég hef nokkurn tímann upplifað.“ Heiða útskýrir viðburðinn betur: „Í stuttu máli að þá kem ég með hljómsveitina Heiða Björg & the Kaos og Archibald (upphitun) til landsins frá París dagana 9.-16. febrúar fyrir þessa tónleika. Þetta verður í sjöunda sinn sem Heiða Björg & the Kaos kemur til landsins en ég sá þrisvar um tónleikum á Nasa 2008-2010, við fullan sal. Það sýndi mér að Íslendingar eru opnir og áhugasamir fyrir nýrri og fjörugri tónlist sem er auðvitað mjög hvetjandi og ein af ástæðunum sem hvetur mig til að koma aftur til Íslands, þrátt fyrir þrefalda hækkun á flugi.“ Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistakona, tónskáldið og músikþerapistinn Heiða Björg Jóhannsdóttir hefur verið búsett erlendis núna í 16 ár, þar af 11 ár í París og 5 ár í Marokkó. „Ég alltaf eitthvað að bardúsast, að gera minn hlut í að gera heiminn betri, og er því að prodúsera viðburð sem ég kalla Sound of Sharing,“ segir Heiða sem mun standa fyrir slíkum viðburði í Gamla Bíó 14. febrúar næstkomandi á sjálfan Valentínusardaginn. „Ég byrjaði með festivalið Sound of Sharing í Marokkó. Hugmyndin er einfaldlega sú að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju, opna sig og gefa af sér á einhvern hátt. Hverjir tónleikar eru í raun sjálfstæðir og aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni. Það myndaðist svo yndislega falleg stemming, að ég ákvað að halda áfram með það í Frakklandi og nú á Íslandi.“ Dýrt verkefni Hún segir það mjög dýrt að koma með hópinn til landsins. „Reikningsdæmið með að koma með sex manna hljómsveit til Íslands, án þess að vera stórstjarna, gengur í raun ekki upp. Flugmiðarnir eru of dýrir og ekki jafnmikið um styrki eins og síðast þegar að við komum. Markmiðið er að vitaskuld ekki að koma út mínus, en það er eitthvað sem hvetur mig til þess að láta þetta ganga upp. Sú hvatning kemur að mörgu leiti frá því að, peningurinn sem að ég set í þetta eru launin mín er ég var ráðin í vinnu sem blaðamaður og fulltrúi Íslands fyrir kvikmyndina Woman eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Yann Arthus Bertrand sem gerði til að mynda heimildarmyndirnar Home og Human. Það var ein magnaðasta vinna sem að ég hef nokkurn tímann upplifað.“ Heiða útskýrir viðburðinn betur: „Í stuttu máli að þá kem ég með hljómsveitina Heiða Björg & the Kaos og Archibald (upphitun) til landsins frá París dagana 9.-16. febrúar fyrir þessa tónleika. Þetta verður í sjöunda sinn sem Heiða Björg & the Kaos kemur til landsins en ég sá þrisvar um tónleikum á Nasa 2008-2010, við fullan sal. Það sýndi mér að Íslendingar eru opnir og áhugasamir fyrir nýrri og fjörugri tónlist sem er auðvitað mjög hvetjandi og ein af ástæðunum sem hvetur mig til að koma aftur til Íslands, þrátt fyrir þrefalda hækkun á flugi.“
Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira