Fótbolti

Ronaldo og Neymar halda báðir upp á afmælið sitt í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Neymar.
Cristiano Ronaldo og Neymar. Getty/ TF-Images

5. febrúar er stór dagur fyrir fótboltann því tveir af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarin ár eru báðir fæddir þennan dag.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo og Brasilíumaðurinn Neymar halda báðir upp á afmælið sitt í dag. Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en Neymar er sjö árum yngri.



Cristiano Ronaldo er fæddur 5. febrúar árið 1985 en Neymar er fæddur 5. febrúar árið 1992.

Þegar Ronaldo hélt upp á 28 ára afmælið sitt árið 2013 þá var hann leikmaður Real Madrid en hafði enn ekki unnið Meistaradeildina með félaginu. Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinum með Real Madrid á næstu fimm árum.

Cristiano Ronaldo er núna kominn til Juventus og hefur verið í fanta formi að undanförnu enda búinn að skora í níu deildarleikjum í röð.

Neymar vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2015 en hefur ekki tekist að gera merkilega hluti í Meistaradeildinni með Paris Saint-Germain. Vandræði utan vallar virðast elta hann og enn á ný meiddist hann í kringum afmælisdaginn sinn.

Það verður erfitt fyrir Neymar að halda sér á toppnum jafnlengi og Cristiano Ronaldo en Neymar ætti þó að eiga góð ár eftir í boltanum. Hvort hann vinni Meistaradeildina einhvern tímann með Paris Saint-Germain er allt önnur saga.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×