Tónlist

Föstudagsplaylisti Bents

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Lagalistinn spannar tímabilið frá Megasi til Súkkats, og allt til Skrattadaga.
Lagalistinn spannar tímabilið frá Megasi til Súkkats, og allt til Skrattadaga. Vísir/Vilhelm

Fyrsti föstudagur febrúarmánaðar er runninn upp, fullt tungl á morgun og styttist í hlaupársdag.

Í tilefni dagsins setti rapparinn, Rottweiler-hundurinn og sjónvarpsframleiðandinn Ágúst Bent Sigbertsson saman harðskeyttan hittaralista, alíslenskan smelladólg sem lætur manni hitna í hamsatólg.

Það sem er helst á döfinni hjá Bent er að á sunnudaginn er fyrsti þátturinn af Hljómskálanum sýndur, en hann er að snúa aftur á skjáinn eftir fimm ára hlé. 

„Ég er leikstjórinn og þetta er allt ógeðslega skemmtilegt. Á playlistanum er einmitt bara fólk sem er í nýju seríunni. Samt ekki allir, svona helmingurinn,“ segir Bent um lagavalið.

„Playlistinn byrjar dansvænn, læðist svo yfir í rokk og ról, valhoppar yfir í rappið og svo setur meistari Megas endasprettinn á þetta.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.