Þjálfararnir tveir frá Skaganum hafa fengið meira en helming spjaldanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, missti stjórn á skapi sínu í gær. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00