Bíó og sjónvarp

Glæný stikla úr Síðustu veiðiferðinni frumsýnd á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslensk gamanmynd sem kemur í kvikmyndahús í mars.
Íslensk gamanmynd sem kemur í kvikmyndahús í mars.

Vísir frumsýnir í dag nýja stiklu úr kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Um er að ræða nýja íslenska gamanmynd með Halldóri Gylfasyni, Hilmi Snæ Guðnasyni, Hjálmari Hjálmarssyni, Jóhanni Sigurðarsyni, Þorsteini Bachmann og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum.

Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.

Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 6. mars 2020 en hér að neðan má sjá myndbrotið úr myndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.