Innlent

Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján Þór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nú í morgun.
Kristján Þór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nú í morgun. Vísir/Vilhelm

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis núna klukkan níu vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja.

Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng.

Fundurinn er opinn og í beinni útsendingu á vef Alþingis en með Kristjáni Þór á fundinum er nafni hans Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×