Innlent

Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján Þór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nú í morgun.
Kristján Þór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nú í morgun. Vísir/Vilhelm

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis núna klukkan níu vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja.

Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng.

Fundurinn er opinn og í beinni útsendingu á vef Alþingis en með Kristjáni Þór á fundinum er nafni hans Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.