Sport

Í beinni í dag: Golf, Ronaldo í Róm og úrslitakeppnin í NFL

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo og félagar sækja Rómverja heim í kvöld.
Ronaldo og félagar sækja Rómverja heim í kvöld. vísir/getty

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá golfi, fótbolta og NFL.

Á Stöð 2 Golf verður sýnt frá tveimur golfmótum; South African Open og Sony Open in Hawaii.

Í hádeginu verður sýnt beint frá leik velsku liðanna Cardiff City og Swansea City í ensku B-deildinni. Swansea er í 8. sætinu en Cardiff í því þrettánda. Aðeins fjórum stigum munar á liðunum.

Tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni verða sýndir beint. Klukkan 14:00 sækir Brescia Sampdoria heim og klukkan 19:45 er komið að leik Roma og Juventus. Með sigri kemst Juventus á topp deildarinnar.

Þá verður sýnt frá tveimur leikjum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar; Kansas City Chiefs mætir Houston Texans og Green Bay Packers tekur á móti Seattle Seahawks.

Lista yfir beina útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
09:00 South African Open, Stöð 2 Golf
11:55 Cardiff - Swansea, Stöð 2 Sport
13:55 Sampdoria - Brescia, Stöð 2 Sport
19:40 Roma - Juventus, Stöð 2 Sport
19:55 Kansas City Chiefs - Houston Texans, Stöð 2 Sport 2
23:00 Sony Open in Hawaii, Stöð 2 Golf
23:20 Green Bay Packers - Seattle Seahawks, Stöð 2 Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.