Sport

Í beinni í dag: Golf, Ronaldo í Róm og úrslitakeppnin í NFL

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo og félagar sækja Rómverja heim í kvöld.
Ronaldo og félagar sækja Rómverja heim í kvöld. vísir/getty

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá golfi, fótbolta og NFL.

Á Stöð 2 Golf verður sýnt frá tveimur golfmótum; South African Open og Sony Open in Hawaii.

Í hádeginu verður sýnt beint frá leik velsku liðanna Cardiff City og Swansea City í ensku B-deildinni. Swansea er í 8. sætinu en Cardiff í því þrettánda. Aðeins fjórum stigum munar á liðunum.

Tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni verða sýndir beint. Klukkan 14:00 sækir Brescia Sampdoria heim og klukkan 19:45 er komið að leik Roma og Juventus. Með sigri kemst Juventus á topp deildarinnar.

Þá verður sýnt frá tveimur leikjum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar; Kansas City Chiefs mætir Houston Texans og Green Bay Packers tekur á móti Seattle Seahawks.

Lista yfir beina útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:

09:00 South African Open, Stöð 2 Golf

11:55 Cardiff - Swansea, Stöð 2 Sport

13:55 Sampdoria - Brescia, Stöð 2 Sport

19:40 Roma - Juventus, Stöð 2 Sport

19:55 Kansas City Chiefs - Houston Texans, Stöð 2 Sport 2

23:00 Sony Open in Hawaii, Stöð 2 Golf

23:20 Green Bay Packers - Seattle Seahawks, Stöð 2 Sport 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×