Varð að hætta keppni á opna ástralska vegna hóstakasts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 10:15 Dalila Jakupovic var ekki sátt með að þurfa að keppa í þessum slæmu loftgæðum enda komu áhrifin af því í ljós. Getty/Julian Finney Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira