Sport

Conor McGregor ætlar að minna alla á það að hann „bjó til“ þessa íþrótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu.
Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu. Getty/Jeff Bottari

Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar.

Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018.

Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári.





„Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær.

„Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor.

„Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við:

„Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone.



„Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu.

McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×