Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:30 Odell Beckham Jr. í búningsklefanum eftir leikinn. Getty/Chris Graythen Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants. Bandaríkin NFL Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants.
Bandaríkin NFL Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira