Fótbolti

Nýr þjálfari Arnórs á ættir að rekja til Ís­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jon Dahl Tomasson er nýr þjálfari Malmö.
Jon Dahl Tomasson er nýr þjálfari Malmö. vísir/getty

Jon Dahl Tomasson var í daginn ráðinn þjálfari sænska stórliðsins Malmö en langafi Jon Dahl í föðurætt var íslenskur.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun en fréttir fóru að berast að því fyrir helgi og síðast í gær að Jon Dahl væri efstur á óskalista sænska liðsins.

Jon Dahl var síðast aðstoðarþjálfari danska landsliðsins og átti að vera þar fram yfir EM í sumar en hefur fengið sig lausan frá þeim samningi.

Malmö er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Wolfsburg um miðjan febrúar.







Þar aðstoðaði hann Åge Hareide en þeir unnu saman frá árið 2016. Hareide hefur einnig þjálfað Malmö og mældi með Jon Dahl í samtölum sínum við forráðamenn Malmö.

Jon Dahl hefur einnig verið aðalþjálfari en hann hefur stýrt hollensku félögunum Excelsior og Roda JC.

Sá danski greindi frá því á blaðamannafundinum að ekkert ártal væri á samningnum. Hann yrði skoðaður reglulega.

Arnór Ingvi Traustason hefur verið í herbúðum Malmö frá því í ársbyrjun 2018 og leikið þar við góðan orðstír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×