Inter Milan vann 3-1 sigur á Napoli í italiska boltanum í köld en alls fóru sex leikir fram í ítalska boltanum í dag.
Það voru ekki liðnar nema fjórtán mínútur er fyrsta markið leit dagsins ljós og það skoraði Romelu Lukaku.
Belgian var ekki hættur í fyrri hálfleik því hann tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu er hann skoraði aftur, nú eftir undirbúning Marcelo Brozovic.
Romelu Lukaku has now scored more league goals for Inter this season as he managed for Man Utd last campaign.
— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020
2018/19: 32 games, 12 goals
2019/20: 18 games, 14 goals
Loving life in Italy. pic.twitter.com/weFvwjG0Jw
Heimamenn í Napoli minnkuðu muninn á 39. mínútu er Arek Milik kom boltanum í netið og gestirnir því 2-1 yfir í hálfleik.
Lautaro Martinez tryggði svo Inter 3-1 sigur með marki eftir klukkutímaleik. Mikilvægur sigur Inter í toppbaráttunni.
Inter er nú jafnt Juventus á toppi deildarinnar en Napoli er í 8. sæti deildarinnar.