Náði að komast í splitt fyrir myndbandið eftir árs hlé Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 15:43 Cardi B í myndbandinu við lagið WAP. Hún hafði átt teygjulaust ár áður en hún ákvað að skella sér í splitt fyrir myndbandið. Cardi B og Megan Thee Stallion sendu frá sér myndband við lagið WAP í síðustu viku og hefur það vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað yfir 75 milljón sinnum á Youtube á örfáum dögum. Myndbandið er djarft en gagnrýnin hefur snúið að einhverju allt öðru en þær áttu von á, eins og meðferð katta og Kylie Jenner. Cardi B sagði frá því í dag að það hafi ekki verið auðvelt að komast í splitt uppi á stól fyrir tökurnar. Æfði hún splittið sérstaklega fyrir þetta myndband og viðurkenndi að hafa ekki teygt í heilt ár þegar hún hóf æfingar fyrir þetta verkefni. Myndbandið fær góðar viðtökur aðdáenda en einhverjir eru þó ósáttir við að raunveruleikastjarnan og snyrtivörurisinn Kylie Jenner kæmur þar fram en Normani, Rosalía, Rubi Rose, Sukihana og Mulatto sjást þar líka. Sumir gengu svo langt að setja af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að Jenner yrði klippt út úr myndbandinu. Kylie Jenner kemur fram í myndbandinu WAP.Skjáskot/Youtube Cardi B svaraði fyrir þetta á Twitter og benti á að hún hafi sínar ástæður fyrir vali á öllum þessum konum. Kylie hafi reynst henni vel og móðir hennar, umboðsmaðurinn Kris Jenner, hafi alltaf verið til staðar fyrir hana sömuleiðis. Önnur gagnrýni á myndbandið kom frá stórkattaeigandanum Carole Baskin, sem öðlaðist frægð sem viðmælandi í heimildarþáttunum Tiger King á Netflix. Baskin sagði að rappararnir væru að blekkja fólk með því að klippa stórketti inn í myndbandið og sýndu stórkattaeign í töfraljóma. Auk þess væru þetta pottþétt kettir sem byggju við hræðilegar aðstæður og hefðu þurft að mæta í upptökur í upptökuveri, en ekki fengið að vera úti í náttúrunni eða í athvarfi eins og hennar, The Big Cat Rescue athvarfsins. Búist er við því að lagið nái toppnum á bandaríska listanum þegar hann verður birtur á föstudag. Hægt er að horfa á myndbandið við WAP í spilaranum hér fyrir neðan. Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Cardi B og Megan Thee Stallion sendu frá sér myndband við lagið WAP í síðustu viku og hefur það vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað yfir 75 milljón sinnum á Youtube á örfáum dögum. Myndbandið er djarft en gagnrýnin hefur snúið að einhverju allt öðru en þær áttu von á, eins og meðferð katta og Kylie Jenner. Cardi B sagði frá því í dag að það hafi ekki verið auðvelt að komast í splitt uppi á stól fyrir tökurnar. Æfði hún splittið sérstaklega fyrir þetta myndband og viðurkenndi að hafa ekki teygt í heilt ár þegar hún hóf æfingar fyrir þetta verkefni. Myndbandið fær góðar viðtökur aðdáenda en einhverjir eru þó ósáttir við að raunveruleikastjarnan og snyrtivörurisinn Kylie Jenner kæmur þar fram en Normani, Rosalía, Rubi Rose, Sukihana og Mulatto sjást þar líka. Sumir gengu svo langt að setja af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að Jenner yrði klippt út úr myndbandinu. Kylie Jenner kemur fram í myndbandinu WAP.Skjáskot/Youtube Cardi B svaraði fyrir þetta á Twitter og benti á að hún hafi sínar ástæður fyrir vali á öllum þessum konum. Kylie hafi reynst henni vel og móðir hennar, umboðsmaðurinn Kris Jenner, hafi alltaf verið til staðar fyrir hana sömuleiðis. Önnur gagnrýni á myndbandið kom frá stórkattaeigandanum Carole Baskin, sem öðlaðist frægð sem viðmælandi í heimildarþáttunum Tiger King á Netflix. Baskin sagði að rappararnir væru að blekkja fólk með því að klippa stórketti inn í myndbandið og sýndu stórkattaeign í töfraljóma. Auk þess væru þetta pottþétt kettir sem byggju við hræðilegar aðstæður og hefðu þurft að mæta í upptökur í upptökuveri, en ekki fengið að vera úti í náttúrunni eða í athvarfi eins og hennar, The Big Cat Rescue athvarfsins. Búist er við því að lagið nái toppnum á bandaríska listanum þegar hann verður birtur á föstudag. Hægt er að horfa á myndbandið við WAP í spilaranum hér fyrir neðan.
Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira